Seinni leikur Liverpool og Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins fer fram í kvöld. Liðin berjast um að mæta Newcastle í úrslitum en Tottenham er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn.
Trent Alexander-Arnold er á meiðslalistanum hjá gestunum. Conor Bradley kemur inn í liðið í hans stað. Arne Slot gerir fjórar breytingar á liðinu frá 2-0 sigri gegn Bournemouth um síðustu helgi.
Caoimhin Kelleher, Curtis Jones og Darwin Nunez koma einnig inn í liðið fyrir Alissson, Alexis Mac Alliser og Luis Diaz.
Ange Postecoglou gerir tvær breytingar á liði Tottenham frá 2-0 sigri gegn Brentford. Kevin Danso kemur inn í liðið í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Pape Matarr Sarr kemur einnig inn, Pedro Porro og Mikey Moore setjast á bekkinn. Þá er Mathys Tel á bekknum eftir komuna frá Bayern.
Tottenham: Kinsky; Gray, Danso, Davies, Spence; Bentancur, Bissouma, Sarr; Kulusevski, Richarlison, Son
Liverpool: Kelleher; Bradley, Konate, Van Dijk, Robertson; Gravenberch, Jones, Szoboszlai; Salah, Nunez, Gakpo
Athugasemdir