Manchester United var með njósnara á dramatískum sigri Sunderland gegn Middlesbrough í vikunni.
Þar voru njósnara United að fylgjast með ungum miðjumanni Sunderland, Chris Rigg.
Þar voru njósnara United að fylgjast með ungum miðjumanni Sunderland, Chris Rigg.
Hann er 17 ára að spila frábærlega með Sunderland í Championship, næst efstu deild Englands.
Talað hefur verið um Rigg sem hæfileikaríkasta Englendinginn síðan Jude Bellingham kom upp.
Talið er að Rigg muni kosta um 25 milljónir punda næsta sumar en United er ekki eina félagið sem hefur áhuga. Samkvæmt The Sun eru Liverpool og Chelsea að fylgjast með honum og þá er Real Madrid með hann á lista hjá sér.
Athugasemdir