Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. mars 2021 11:00
Aksentije Milisic
Chelsea ætlar að fá Haaland - United fylgist með leikmönnum Bayer
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Adama Traore, Erling Braut Haaland, Dean Henderson, David De Gea, Raphinha og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.
_______________________________________________

Manchester United hefur verið að fylgjast með varnarmanni Bayer Leverkusen, Edmond Tapsoba (22), eftir að vel liðinn aðili í Þýskalandi sagði félaginu frá leikmanninum. (Express)

United er einnig að fylgjast með öðrum leikmanni Bayer, Leon Bailey (23), ásamt Tottenham og AC Milan. (Express)

Wolves mun hlusta á tilboð í Adama Traore (25) eftir tímabilið. Liðið mun þurfa að samþykkja lægri upphæð fyrir leikmanninn en áætlað var fyrst. Liðið vildi fá 70 milljónir punda fyrir hann fyrir ári síðan. (Mail)

Chelsea telur sig hafa alla burði til þess að vinna kapphlaupið mikla um Erling Braut Haaland (20), frá Borussia Dormund næsta sumar. (Metro)

Real Madrid telur að Man City muni veita liðinu mestu samkeppnina í baráttunni um Erling Braut Haaland. Real telur sig geta lokkað leikmaninn til Madrídar. (AS)

Herbert Hainer, forseti Bayern Munchen, segir að liðið hafi fjármuni til þess að klára kaupin á Erling Braut Haaland, þrátt fyrir orðróm um það að liðið hafi ekki áhuga á honum. (Mirror)

Chelsea gæti fengið fína greiðslu ef Tariq Lamptey (20), skrifar undir hjá Arsenal. (Sun)

Enski markvörðurinn, Dean Henderson (23), býst við því að verða markvörður númer eitt hjá Manchester United á næsta tímabili. Framtíð De Gea hjá klúbbnum er í óvissu. (Sun)

Hins vegar er United að skoða það að fá inn nýjan markvörð til liðs við sig. Það mun setja framtíð De Gea og Henderson í uppnám hjá félaginu. (Daily Record)

Fyrirliði Tottenham, Hugo Lloris, segir að Dele Alli hafi hrokkið í gang hjá félaginu eftir að félagsskiptaglugginn lokaði. (Standard)

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha (24) segist vera mjög ánægður hjá Leeds United. Liverpool er sagt hafa áhuga á kauða. (Mirror)

Leeds, ásamt Tottenham og AC Milan, hefur áhuga á Lucas Vazquez (29) leikmanni Real Madrid. Hann gæti komið frítt. (Sport Witness)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur sagt Matteo Guendouzi (21) að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Arsenal. Hann verður seldur við fyrsta tækifæri. (Football Insider)
Athugasemdir
banner