FH hefur áhuga á því að fá miðvörðinn Ísak Óla Ólafsson í sínar raðir. Ísak er yngri bróðir Sindra Kristins sem er markvörður FH.
Ísak er samningsbundinn danska félaginu Esbjerg fram á sumarið en hann var í mjög litlu hlutverki í síðustu leikjum. Ísak byrjaði sex fyrstu leikina en í næstu níu leikjum kom hann einungis tvívegis við sögu. Esbjerg er í dönsku C-deildinni og stefnir hraðbyri upp í B-deildina.
Ísak er samningsbundinn danska félaginu Esbjerg fram á sumarið en hann var í mjög litlu hlutverki í síðustu leikjum. Ísak byrjaði sex fyrstu leikina en í næstu níu leikjum kom hann einungis tvívegis við sögu. Esbjerg er í dönsku C-deildinni og stefnir hraðbyri upp í B-deildina.
„Ísak er leikmaður sem við höfum áhuga á. Hann er með samning í Danmörku út tímabilið. Ef að það myndi opnast sá möguleiki að hann gæti losnað fyrr þá er hann klárlega leikmaður sem við myndum hafa áhuga á að reyna semja við," sagði Davíð Þór Viðarsson sem er yfirmaður fótboltamála hjá FH.
Ísak Óli, sem er 23 ára, á að baki tvo A-landsleiki. KR hefur líka áhuga á miðverðinum.
Athugasemdir