Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Tottenham og Man Utd eiga útileiki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hefjast í kvöld þegar fyrri umferðin fer fram í öllum einvígum.

Tottenham og Manchester United eru úrvalsdeildarliðin sem mæta til leiks. Tottenham heimsækir AZ Alkmaar til Hollands á meðan Man Utd spilar útileik gegn Real Sociedad.

Framherjinn Troy Parrott er lykilmaður í liði AZ og mætir sínum fyrrum félögum í dag á meðan Orri Steinn Óskarsson mun líklega taka þátt í slagnum gegn vængbrotnu liði Man Utd sem er með þunnskipaðan leikmannahóp vegna meiðsla.

José Mourinho stýrir svo Fenerbahce á heimavelli gegn Rangers á meðan þjálfaralaust lið Lyon heimsækir Steaua Bucharest til Rúmeníu.

Í kvöld spilar AS Roma afar spennandi slag við Athletic Bilbao á meðan Ajax fær Eintracht Frankfurt í heimsókn.

Leikir dagsins
17:45 AZ Alkmaar - Tottenham
17:45 Fenerbahce - Rangers
17:45 Steaua Bucharest - Lyon
17:45 Real Sociedad - Man Utd
20:00 Viktoria Plzen - Lazio
20:00 Bodo/Glimt - Olympiakos
20:00 Ajax - Eintracht Frankfurt
20:00 Roma - Athletic Bilbao
Athugasemdir
banner
banner
banner