Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. apríl 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum þjálfari Atletico, Real og Barca látinn
Mynd: Getty Images
Serbneska goðsögnin Radomir Antic lést í dag, 71 árs gamall. Antic er eini maður knattspyrnusögunnar til að hafa stýrt Atletico Madrid, Real Madrid og Barcelona á þjálfaraferli sínum.

Antic spilaði áður en hann fór í þjálfun og lék fyrir Partizan Belgrad, Fenerbahce, Real Zaragoza og Luton Town. Hann lék einn landsleik fyrir Júgóslavíu.

Hann kom víða við á þjálfaraferli sínum en var mest á Spáni. Hann stýrði Real Zaragoza, Real Oviedo og Celta Vigo þar auk serbneska landsliðsins. Þá stýrði hann einnig Shandong Luneng og Hebei China Fortuna í kínverska boltanum. Hann var síðast hjá Hebei 2015.

„Barca fjölskyldan syrgir mann sem var innilega elskaður í knattspyrnuheiminum. Hvíl í friði," segir í yfirlýsingu frá Barcelona.

„Atletico de Madrid fjölskyldan syrgir Radomir Antic, einn af okkar goðsagnakenndum þjálfurum. Þú munt ávalt lifa í hjörtum okkar. Hvíl í friði," segir í færslu Atletico Madrid.

Antic starfaði lengst hjá Atletico Madrid, eða í fimm ár. Hann tók við félaginu aðeins nokkrum árum eftir að hafa verið við stjórnvölinn hjá Real Madrid.

„Þú gerðir Atleti stærri, þú gerðir samkeppnina meira spennandi. Ég segi bless við einstakan feril: Atletico Madrid, Barcelona og Real Madrid, meðal annars. RIP Radomir Antic," sagði Sergio Ramos, fyrirliði Real.

Antic komst í sögubækurnar þegar hann vann spænsku deildina og bikarinn á sama ári við stjórnvölinn hjá Atletico.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner