þri 06. maí 2014 20:37
Brynjar Ingi Erluson
England: Wilson sá um Hull í sínum fyrsta leik
James Wilson gerði tvö mörk í kvöld
James Wilson gerði tvö mörk í kvöld
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs spilaði líklega sinn síðasta leik í kvöld
Ryan Giggs spilaði líklega sinn síðasta leik í kvöld
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 3 - 1 Hull City
1-0 James Wilson ('31 )
2-0 James Wilson ('61 )
2-1 Matt Fryatt ('63 )
3-1 Robin van Persie ('87 )

Það voru líklega tímamót hjá Manchester United í kvöld er liðið sigraði Hull City með þremur mörkum gegn einu á Old Trafford en nokkrir ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik á meðan nokkrir spiluðu líklega síðustu leiki sína.

Ryan Giggs, knattspyrnustjóri- og leikmaður Man Utd, var að öllum líkindum að spila sinn síðasta leik fyrir Man Utd en hann var á bekknum og kom við sögu í sigrinum.

Thomas Lawrence og James Wilson, tveir ungir leikmenn félagsins, voru í byrjunarliðinu á meðan Nemanja Vidic, Ryan Giggs, Rio Ferdinand og Robin van Persie byrjuðu á bekknum ásamt Patrice Evra.

Phil Jones meiddist snemma leiks og kom Vidic inná í hans stað en stuðningsmenn Manchester United klöppuðu fyrir honum þar sem hann gengur til liðs við Internazionale á Ítalíu í sumar.

James Wilson skoraði í sínum fyrsta leik og kom markið á 31. mínútu en Marouane Fellaini skallaði þá boltann á Wilson eftir aukaspyrnu og kláraði framherjinn ungi örugglega. Hann bætti við öðru marki um miðjan síðari hálfleik en það kom af stuttu færi.

Matt Fryatt minnkaði muninn með stórglæsilegu marki tveimur mínútum síðar. Wilson fékk ekki að klára allan leikinn til þess að fullkomna þrennu sína og inn kom Robin van Persie.

Hollendingurinn fljúgandi gulltryggði 3-1 sigur liðsins með marki undir lok leiks, Því voru lokatölur á Old Trafford 3-1 en Man Utd heldur í vonina að ná í Evrópusæti en þá þarf Tottenham Hotspur að klúðra stigum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner