Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 06. maí 2022 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðmann brjálaður - „Hversu margir þurfa að slíta krossbönd?"
Lengjudeildin
Guðmann í leik með FH
Guðmann í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ekki gaman að tapa svona, fá á sig mark seint í leiknum sérstaklega því mér fannst við eiga vera löngu búnir að klára leikinn," fyrirliði Kórdrengja eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Kórdrengir

Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri en hann hefur verið mikið milli tannanna á fólki þar sem völlurinn er svo gott sem ónýtur. Guðmann hafði sitt að segja um aðstæðurnar.

„Það sem mér finnst mest fúlt er að þurfa að spila á þessum hörmulega velli hérna. Það slíta hugsanlega tveir krossband hérna. Það er fokking 2022, hversu margir þurfa að slíta krossband?" Sagði Guðmann.

„Mér finnst það verst, skítt með þessi úrslit. Það að missa leikmann í krossbandaslit og þurfa að spila á þessum fokking ömurlega velli, það er bara skömm að því."

Fannar Daði Malmquist Einarsson hjá Þór og Daði Bergsson þurftu að fara af velli fegna hnémeiðsla eftir að hafa fest sig í grasinu.

„Maður er búinn að heyra um þennan skíta fokking völl og það er enn verið að spila hérna. Maður er allan veturinn að æfa og svo kemur maður á þennan völl og slítur kannski krossband, þetta er djók, KSÍ ætti að skammast sín fyrir að leyfa þennan völl. Nú er ég búinn að tuða nóg," sagði Guðmann að lokum.

Viðtalið við Guðmann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner