
„Það er ekki gaman að tapa svona, fá á sig mark seint í leiknum sérstaklega því mér fannst við eiga vera löngu búnir að klára leikinn," fyrirliði Kórdrengja eftir tap liðsins gegn Þór í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 0 Kórdrengir
Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri en hann hefur verið mikið milli tannanna á fólki þar sem völlurinn er svo gott sem ónýtur. Guðmann hafði sitt að segja um aðstæðurnar.
„Það sem mér finnst mest fúlt er að þurfa að spila á þessum hörmulega velli hérna. Það slíta hugsanlega tveir krossband hérna. Það er fokking 2022, hversu margir þurfa að slíta krossband?" Sagði Guðmann.
„Mér finnst það verst, skítt með þessi úrslit. Það að missa leikmann í krossbandaslit og þurfa að spila á þessum fokking ömurlega velli, það er bara skömm að því."
Fannar Daði Malmquist Einarsson hjá Þór og Daði Bergsson þurftu að fara af velli fegna hnémeiðsla eftir að hafa fest sig í grasinu.
„Maður er búinn að heyra um þennan skíta fokking völl og það er enn verið að spila hérna. Maður er allan veturinn að æfa og svo kemur maður á þennan völl og slítur kannski krossband, þetta er djók, KSÍ ætti að skammast sín fyrir að leyfa þennan völl. Nú er ég búinn að tuða nóg," sagði Guðmann að lokum.
Viðtalið við Guðmann í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.