
„Ég held að heilt yfir hafi þetta verið mjög góður leikur fyrir okkur," sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Eiður skoraði síðasta mark leiksins.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Liechtenstein
„Við settum ákveðna hluti upp í miðjum leik og fórum vel eftir því. Allir eru heilir, sigurinn fínn og fín orka í liðinu. Heilt yfir var þetta mjög jákvætt. Við héldum hreinu og spilið var ágætt inni á milli."
„Það var jákvætt hugarfar í mönnum og menn keyrðu sig út."
„Auðvitað hefðum við vilja testa okkur aðeins meira gegn sterkari andstæðingi en það þarf að sýna öllum mótherjum virðingu. Ég held að við höfum gert það."
Árið 2007 tapaði Ísland 3-0 fyrir Liechtenstein í mótsleik en sá leikur er einn versti leikur í sögu A-landsliðsins.
„Sá leikur er ekki í minninu lengur. Það hefur mikið breyst. Hugarfarið í þessum hóp, ég held að við séum komnir í klassa ofar en við vorum. Það kemur með réttu hugarfari."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir