Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð -„Skagamenn verða að eiga það við sjálfan sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
   lau 06. júní 2020 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Björk: Fögnum umræðunni - Verður að tala af virðingu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gott að fá þennan leik. Það sást í byrjun að við þurfum að slípa okkur saman. Mér leið betur þegar leið á leikinn, hægt að taka margt gott úr þessum leik en margt sem má bæta, " sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Selfoss, eftir 1-2 sigur á Val í Meistarakeppni KSÍ.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Alfreð Elías, þjálfari Selfoss, talaði um að Selfoss liðið hefði verið eins og gatasigti í fyrri hálfleik. Er Anna sammála því?

„Já ég er alveg sammála því. Valstelpurnar eru rosalega sterkar fram á við og leikmenn sem geta sparkað löngum boltum. Við áttum erfitt með að lesa hreyfingar þeirra en í seinni hálfleiknum gekk þetta betur."

„Við náðum að tengjast betur í seinni, vorum að misskilja oft hvor aðra, vorum að senda í fætur þegar við vildum fá hann langan [í fyrri hálfleik]. Fórum að þora halda boltanum og þorðum að senda á milli, stigum aðeins framar á völlinn."


Anna Björk er að koma heim eftir nokkur tímabil í atvinnumennsku. Hefur mikið breyst?

„Ég byrja auðvitað á flottum leik, það er komið gervigras í staðinn fyrir gras hérna á Valsvöllinn. Það er gaman að vera komin heim í átökin aftur. Íslenska deildin alltaf að fara fram á við, margir góðir leikmenn. Góðir ungir leikmenn sem ég hef heyrt mikið af en ekki spilað á móti, sá nokkra slíka í dag. Ég held að framtíðin sé björt."

Ummæli um laun Önnu Bjarkar vöktu mikla athygli á dögunum og upp spratt mikil umræða. Hvernig hefur þessi umræða verið frá Önnu séð?

„Mér finnst fyrst flott að það sé komin almennileg umræða um kvennafótboltann. Við [leikmenn] fögnum umræðunni en að sama skapi þarf að vera talað af virðingu. Það verður að virða okkar störf sem íþróttakonur."

„Það er mikið framfaraskref í umfjöllun um kvennaboltann, við fögnum því. Það verður að gera þetta af virðingu og þá eru allir sáttir,"
sagði Anna að lokum.
Athugasemdir
banner