Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   lau 06. júní 2020 19:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Anna Björk: Fögnum umræðunni - Verður að tala af virðingu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var gott að fá þennan leik. Það sást í byrjun að við þurfum að slípa okkur saman. Mér leið betur þegar leið á leikinn, hægt að taka margt gott úr þessum leik en margt sem má bæta, " sagði Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Selfoss, eftir 1-2 sigur á Val í Meistarakeppni KSÍ.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu úr leiknum - ATH: Viðtalið má sjá og heyra í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Alfreð Elías, þjálfari Selfoss, talaði um að Selfoss liðið hefði verið eins og gatasigti í fyrri hálfleik. Er Anna sammála því?

„Já ég er alveg sammála því. Valstelpurnar eru rosalega sterkar fram á við og leikmenn sem geta sparkað löngum boltum. Við áttum erfitt með að lesa hreyfingar þeirra en í seinni hálfleiknum gekk þetta betur."

„Við náðum að tengjast betur í seinni, vorum að misskilja oft hvor aðra, vorum að senda í fætur þegar við vildum fá hann langan [í fyrri hálfleik]. Fórum að þora halda boltanum og þorðum að senda á milli, stigum aðeins framar á völlinn."


Anna Björk er að koma heim eftir nokkur tímabil í atvinnumennsku. Hefur mikið breyst?

„Ég byrja auðvitað á flottum leik, það er komið gervigras í staðinn fyrir gras hérna á Valsvöllinn. Það er gaman að vera komin heim í átökin aftur. Íslenska deildin alltaf að fara fram á við, margir góðir leikmenn. Góðir ungir leikmenn sem ég hef heyrt mikið af en ekki spilað á móti, sá nokkra slíka í dag. Ég held að framtíðin sé björt."

Ummæli um laun Önnu Bjarkar vöktu mikla athygli á dögunum og upp spratt mikil umræða. Hvernig hefur þessi umræða verið frá Önnu séð?

„Mér finnst fyrst flott að það sé komin almennileg umræða um kvennafótboltann. Við [leikmenn] fögnum umræðunni en að sama skapi þarf að vera talað af virðingu. Það verður að virða okkar störf sem íþróttakonur."

„Það er mikið framfaraskref í umfjöllun um kvennaboltann, við fögnum því. Það verður að gera þetta af virðingu og þá eru allir sáttir,"
sagði Anna að lokum.
Athugasemdir
banner
banner