Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   fim 06. júní 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona er ítalski lokahópurinn - Þrír fengu leiðinlegar fréttir
Luciano Spalletti er búinn að velja sinn hóp.
Luciano Spalletti er búinn að velja sinn hóp.
Mynd: EPA
Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Mynd: EPA
Luciano Spalletti, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur útnefnt þá 26 leikmenn sem hann taka með sér til Þýskalands á Evrópumótið.

Það voru þrír leikmenn skornir úr 30 manna hópi sem Spalletti valdi á dögunum. Það eru Ivan Provedel, markvörður Lazio, Samuele Ricci, miðjumaður Torino, og Ricardo Orsolini, framherji Bologna. Áður var Giorgio Scalvini búinn að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Óvæntasta við hópinn er að Manuel Locatelli miðjumaður Juventus er ekki valinn. Þá eru Ciro Immobile sóknarmaður Lazio ekki valinn og ekki heldur miðjumaðurinn Marco Verratti sem gekk í raðir Al-Arabi í Katar frá Paris St-Germain í september.

Ítalir eru ríkjandi Evrópumeistarar en hópurinn er mikið breyttur frá því fyrir þremur árum og annar þjálfari við stjórnvölinn.

Markverðir: Gianluigi Donnarumma (Paris Saint-Germain), Alex Meret (Napoli), Guglielmo Vicario (Tottenham).

Varnarmenn: Francesco Acerbi (Inter Milan), Alessandro Bastoni (Inter Milan), Raoul Bellanova (Torino), Alessandro Buongiorno (Torino), Riccardo Calafiori (Bologna), Andrea Cambiaso (Juventus), Matteo Darmian (Inter Milan), Giovanni di Lorenzo (Napoli), Federico Dimarco (Inter Milan), Gianluca Mancini (Roma).

Miðjumenn: Nicolo Barella (Inter Milan), Bryan Cristante (Roma), Nicolo Fagioli (Juventus), Michael Folorunsho (Verona), Davide Frattesi (Inter Milan), Jorginho (Arsenal), Lorenzo Pellegrini (Roma).

Sóknarmenn: Federico Chiesa (Juventus), Stephan El Shaarawy (Roma), Giacomo Raspadori (Napoli), Mateo Retegui (Genoa), Gianluca Scamacca (Atalanta), Mattia Zaccagni (Lazio).
Athugasemdir
banner