Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. júlí 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal og Chelsea höfðu samband en fjölskyldan er í fyrsta sæti
Haukakonurnar Sara Björk og Alexandra Jóhannsdóttir á landsliðsæfingu.
Haukakonurnar Sara Björk og Alexandra Jóhannsdóttir á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara er nýgengin í raðir ítalska stórliðsins Juventus.
Sara er nýgengin í raðir ítalska stórliðsins Juventus.
Mynd: Instagram/sarabjork90
Árni Vilhjálmsson og Sara Björk.
Árni Vilhjálmsson og Sara Björk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins, gekk nýverið í raðir ítalska stórliðsins Juventus. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við ítalska stórliðið og verður númer 77.

Sara ákvað að yfirgefa herbúðir Lyon eftir að hafa unnið Meistaradeildina tvisvar með franska félaginu. Liðið vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð.

„Fyrsti titillinn er rosa sérstakur; það var sá fyrsti, ég spilaði og skoraði. En þessi annar titill er fyrir mig ákveðinn sigur. Að hafa verið þarna, að vera komin til baka, að vera þarna sem móðir. Það var öðruvísi, en sá fyrsti er mjög sérstakur," segir Sara í samtali við Fótbolta.net.

Hún segist hafa verið svekkt með það að hafa ekki fengið að spila meira með Lyon seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa komið til baka eftir barnsburð. Hún ákvað svo að fara þaðan í sumar. „Á ákveðnum tímapunkti þegar ég var ólétt þá kom það upp að ég myndi breyta til. Það er eitthvað sem ég mun ræða seinna, ástæðuna. Þetta var ekki alveg það sem hentaði mér og minni fjölskyldu.”

„Ég byrjaði að skoða önnur tækifæri. Ég vissi ekki alveg hvort ég yrði eftirsótt því þetta er pakki. Þetta er ekki bara ég, þetta er barn líka og margt sem þarf að passa upp á í kringum það. Ég talaði við nokkur félög og sagði að þetta væri forgangsatriði fyrir mig, að það þyrfti allt að vera á hreinu fyrir barnið mitt; hvort að það væri jákvæður hlutur fyrir liðið að ég sé móðir, hvort þau væru til í að gera allt svo mér líði vel sem móður. Það þarf ákveðinn skilning og skipulag.”

Voru öll félög tilbúin að koma til móts við það? „Fleiri félög en ég hélt. Það er frábært.”

Áhugi frá Englandi
Það voru mörg félög inn í myndinni, meðal annars Arsenal og Chelsea á Englandi. „Ég horfði aðeins til Englands. Það voru Arsenal og Chelsea sem ég var að tala við þar. Síðan kom PSG inn í myndina. Mér leist best á Ítalíu, heildarmyndina þar.”

Það hefði verið erfitt fyrir fjölskylduna að fara til Englands þar sem kærasti Söru, Árni Vilhjálmsson, er einnig atvinnumaður í fótbolta. Reglurnar í Englandi varðandi atvinnuleyfi eru strangar og það hefði verið hægara sagt en gert fyrir Árna að fá atvinnuleyfi þar. Það er auðveldara fyrir hann að finna sér félag á Ítalíu.

„Arsenal og Chelsea eru spennandi félög en við þurfum að hugsa þetta saman sem fjölskylda. Árni er að spila sjálfur úti og við erum að reyna að hugsa hvað sé best fyrir okkur. Það er erfiðara fyrir Árna að komast til Englands. Maður þarf að forgangsraða og það var eitthvað sem hentaði ekki fyrir okkur."

„Árni var að koma einu sinni í viku þegar hann var að spila með Rodez (í Frakklandi) og það var sjúklega erfitt. Það var erfitt fyrir hann að vera frá Ragnari og fyrir Ragnar að vera frá pabba sínum. Og líka fyrir mig, við erum fjölskylda og við viljum vera sem næst hvort öðru, vera til staðar fyrir hvort annað.”

Stefnan er þá að Árni reyni að finna félag í Tórínó eða þar nálægt. „Við sjáum hvernig það gengur, það er erfitt að vera bæði í þessum ‘business’ en við reynum að láta þetta ganga.”

Hægt er að hlusta á allt spjallið hér að neðan en þar ræðir Sara meira um Juventus, sem hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina fimm sinnum í röð, og framtíðina hjá sínu nýja félagi.
Sara er komin aftur - Fyrirliðinn fer yfir síðastliðin tvö ár
Athugasemdir
banner
banner
banner