banner
   mið 06. júlí 2022 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona vill kaupa Tagliafico
Mynd: Getty Images

Brighton og Nottingham Forest hafa verið að undirbúa tilboð í argentínska bakvörðinn Nicolas Tagliafico sem Chelsea hefur einnig sýnt áhuga í sumar.


Tagliafico er 29 ára gamall og á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Hollandsmeistara Ajax.

Hann hefur verið hjá Ajax í fjögur og hálft ár og spilað 169 leiki fyrir félagið, auk þess að eiga 40 landsleiki að baki fyrir Argentínu.

Spænska stórveldið Barcelona ætlar að stela Tagliafico samkvæmt heimildum Sky Sports þar sem viðræður við Chelsea varðandi Marcos Alonso hafa ekki verið að ganga vel.

Barca hefur áður sýnt Tagliafico áhuga en hann kostaði alltof mikið. Í sumar biður Ajax aðeins um 5 milljónir evra fyrir vinstri bakvörðinn til að missa hann ekki á frjálsri sölu á næsta ári.

Tagliafico myndi kjósa Börsunga framyfir ensku félögin því hann vill spila í Meistaradeildinni. Lyon og Atletico Madrid hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga en Lyon mun ekki spila í Meistaradeildinni í haust.


Athugasemdir
banner
banner