Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   lau 06. júlí 2024 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Teitur á leið til QPR
Stefán Teitur er á leið í ensku B-deildina
Stefán Teitur er á leið í ensku B-deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er á leið til QPR í ensku B-deildinni en þetta segir blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini á X í kvöld.

Silkeborg gaf það út í dag að Stefán Teitur væri á förum frá félaginu eftir fjögurra ára farsæla veru hjá danska klúbbnum.

Stefán Teitur, sem er 25 ára gamall, ólst upp hjá ÍA en var keyptur til Silkeborg árið 2020. Hann hefur spilað 20 A-landsleiki og skorað 1 mark.

Skagamaðurinn sagði í viðtali við Fótbolta.net í maí að hann væri að vonast eftir því að verða seldur í sumar. Taldi hann sig hafa afrekað allt sem hann getur með Silkeborg, en hann varð danskur bikarmeistari með félaginu fyrir tveimur mánuðum.

Nú greinir danski blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini frá því að Silkeborg sé búið að samþykkja tilboð QPR í Stefán Teit og að hann haldi til Lundúna á morgun til að ganga frá samkomulagi.

Derby County var einnig sagt í baráttunni um Stefán en það var QPR sem hafði betur.

QPR hafnaði í 18. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð en Stefán verður annar Íslendingurinn til að spila með QPR á eftir Heiðari Helgusyni sem lék með liðinu frá 2008 til 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner