Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   fim 06. ágúst 2015 21:09
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild: Grindvíkingar slátruðu Selfyssingum
Alex Freyr gerði tvö mörk í leiknum.
Alex Freyr gerði tvö mörk í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 5 - 0 Selfoss
1-0 Björn Berg Bryde ('9)
2-0 Alex Freyr Hilmarsson ('15)
3-0 Hákon Ívar Ólafsson ('45)
4-0 Hákon Ívar Ólafsson ('57)
5-0 Alex Freyr Hilmarsson ('59)

Grindvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn í 1. deild karla í kvöld og völtuðu gjörsamlega yfir gestina.

Staðan var orðin 2-0 eftir korter þar sem Björn Berg Bryde og Alex Freyr Hilmarsson gerðu mörk heimamanna.

Hákon Ívar Ólafsson bætti þriðja markinu við undir lok fyrri hálfleiks og skoraði sitt annað snemma í síðari hálfleik, rétt áður en Alex Freyr gerði fimmta og síðasta mark leiksins.

Grindavík er í 5. sæti deildarinnar eftir sigurinn á meðan Selfoss er í 10. sæti, tveimur stigum frá Gróttu sem er í fallsæti og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner