Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 06. ágúst 2022 11:00
Aksentije Milisic
Moyes varar stuðningsmenn West Ham við - „Höfum ekki gert nóg”
Scamacca er mættur en Moyes vill meira.
Scamacca er mættur en Moyes vill meira.
Mynd: Heimasíða West Ham

David Moyes hefur varað stuðningsmenn West Ham við en hann segir að sitt lið sé ekki tilbúið fyrir ensku úrvalsdeildina en Hamrarnir mæta Englandsmeisturunum í Manchester City á morgun.


Moyes er að senda skýr skilaboð til yfirmanna sinna en hann vill að félagið kaupi fleiri leikmenn og styrki hópinn fyrir komandi átök. Þrátt fyrir þessi ummæli hjá Moyes þá hefur West Ham fengið alls fimm leikmenn til liðsins í sumar.

Nayef Aguerd, Alphonse Areola, Flynn Downes og Gianluca Scamacca eru mættir og nú síðast staðfesti félagið að Maxwel Cornet væri kominn frá Burnley.

„Í mínum huga erum við langt frá því að vera klárir. Við misstum fjóra leikmenn eftir tímabilið og fengum engan leikmann inn síðasta janúar. Það þarf að fylla í þessi skörð. Við viljum fá gæða leikmenn en ekki bara einhverja leikmenn einungis til að fylla upp í skörðin,” sagði Moyes.

Þá sagði Moyes að ítalski sóknarmaðurinn Gianluca Scamacca verði ekki klár í slaginn um helgina en hann er ekki ennþá kominn í leikæfingu. Scamacca var keyptur í sumar frá Sassuolo fyrir 30 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner