Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Hafa tvær vikur til að bjarga Morecambe
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hið sögufræga félag Morecambe FC gæti þurft að leggja upp laupana vegna fjárhagsörðugleika eftir fall úr ensku League Two deildinni, neðstu deild enska deildakerfisins.

Morecambe fellur því niður í utandeildina og hefur aðeins tvær vikur til að laga fjárhagsstöðu sína áður en stjórn utandeildanna hendir félaginu úr keppni.

105 ára saga Morecambe FC gæti því tekið enda á næstu vikum, líkt og hefur gerst með Bury FC og Macclefield Town á síðustu árum.

Það eru 35 þúsund íbúar sem búa í Morecambe og hafa lengi krafist þess að Jason Whittingham selji félagið. Whittingham gerði líka allt brjálað í rúgbí heiminum á Englandi fyrir nokkrum árum þegar hann keyrði Worcester Warriors í þrot á mettíma.


Athugasemdir
banner
banner