Lars Lagerbäck fyrrum landsliðsþjálfari Íslands verður ekki með Valsakademíunni í ár vegna slyss en hann átti að vera einn af leiðbeinendunum.
Lars var að sinna garðvinnu um helgina þegar hann fór úr mjaðmarlið og þurfti tafarlaust að fara í aðgerð.
„Lars er miður sín yfir því að geta ekki tekið þátt en hann var mjög spenntur að koma aftur til Íslands og leiðbeina ungum Íslendingum," segir meðal annars í tilkynningu frá Val.
„Lars stefnir hins vegar á að koma á næsta ári."
Valsakademían hefst á miðvikudaginn klukkan 09:00 með fyrirlestri frá Heimi Hallgrímssyni sem stýrir fyrstu æfingu akademíunnar í kjölfarið.
Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson heldur svo fyrirlestur í hádeginu eftir æfingu.
Athugasemdir