Ítalska félagið Atalanta er í leit að nýjum framherja til að fylla í skarðið sem Mateo Retegui skilur eftir sig í fremstu víglínu.
Retegui var langmarkahæsti leikmaður Serie A deildarinnar á síðustu leiktíð og seldi Atalanta hann til Al-Qadsiah fyrir 65 milljónir evra.
Rodrigo Muniz er ofarlega á óskalista Atalanta fyrir mögulega arftaka en Fulham hefur ekki áhuga á að selja leikmanninn.
Leeds United hefur einnig mikinn áhuga á Muniz en ólíklegt er að Fulham fallist á að selja hann. Muniz er 24 ára Brasilíumaður með tvö ár eftir af samningi.
Hann hefur skorað 26 mörk í 97 leikjum með Fulham.
Athugasemdir