Real Sociedad hefur gengið frá kaupum á portúgalska kantmanninum Goncalo Guedes sem gerir þriggja ára samning.
Guedes kemur úr röðum Wolves á Englandi og kostar ekki nema rétt rúmar 5 milljónir punda.
Guedes er 28 ára gamall og kom í heildina að 13 mörkum í 51 leik með Úlfunum.
Hann þekkir vel til í spænska boltanum eftir að hafa leikið bæði fyrir Valencia og Villarreal í fortíðinni.
Hann lék 32 A-landsleiki fyrir Portúgal en hefur ekki verið í hóp á undanförnum árum.
Guedes er uppalinn hjá Benfica og hefur einnig leikið fyrir Paris Saint-Germain á ferlinum.
Hjá Real Sociedad verður hann samherji Orra Steins Óskarssonar og getur vonandi hjálpað honum að skora fleiri mörk í spænska boltanum.
???? pic.twitter.com/jgZL79qrPy
— Real Sociedad Fútbol (@RealSociedad) August 4, 2025
Athugasemdir