Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Stuttgart horfir til Arsenal í leit að arftaka
Mynd: UEFA
Portúgalski sóknartengiliðurinn fjölhæfi Fábio Vieira er til sölu í sumar. Hann hefur ekki staðist væntingarnar sem voru gerðar til hans hjá Arsenal.

Þýska félagið Stuttgart er þessa dagana í viðræðum við Arsenal um kaup á leikmanninum þar sem félaginu vantar mann til að fylla í skarðið fyrir Enzo Millot.

Vieira er 25 ára gamall og hefur verið hjá Arsenal í þrjú ár eftir að félagið keypti hann úr röðum Porto fyrir um 30 milljónir punda.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal og er stórveldið tilbúið til að selja hann fyrir 15-20 milljónir punda.

Vieira kom við sögu í 49 leikjum á fyrstu tveimur árunum hjá Arsenal og var svo lánaður út til Porto á síðustu leiktíð.

West Ham, Parma og Porto eru öll sögð vera áhugasöm um leikmanninn.

Vieira var algjör lykilmaður í gífurlega sterku U21 landsliði Portúgala en hefur ekki tekið stökkið upp í A-landsliðið.

   04.08.2025 19:39
Millot velur peningana

Athugasemdir
banner
banner
banner