Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham nálgast John Victor
John myndi taka stöðu Lukasz Fbianski í hópnum og berjast við Alphonse Areola um markmannsstöðuna.
John myndi taka stöðu Lukasz Fbianski í hópnum og berjast við Alphonse Areola um markmannsstöðuna.
Mynd: EPA
West Ham United er í leit að nýjum markverði og virðist Brasilíumaðurinn John Victor vera á leið til félagsins úr röðum Botafogo.

Hamrarnir eru í viðræðum við Botafogo um kaupverð en talið er að félögin muni ná samkomulagi um kaupverð á næstu dögum. Það mun nema um 10 milljónum punda.

Victor er 29 ára gamall og var meðal annars orðaður við Manchester United og Everton fyrr í sumar.

Hamrarnir hafa einnig verið að skoða Viktor Johansson markvörð Stoke City. Nokkur félög hafa áhuga á honum og er Stoke tilbúið til að samþykkja tilboð í hann.

Johansson er 26 ára Svíi sem hefur vakið áhuga ýmissa úrvalsdeildarfélaga eftir gott tímabil í Championship deildinni.
Athugasemdir