8-liða úrslit í Fótbolta.net bikarnum
Það fara fimm leikir fram í íslenska boltanum í dag þar sem Valur getur aukið forystu sína á toppi Bestu deildarinnar.
Valsarar eru á miklu skriði í deildinni með fimm sigra í röð. Þeir tróna á toppinum með eins stigs forystu og leik til góða á Breiðablik og Víking R.
Valur heimsækir botnlið ÍA á Akranes í áhugaverðum slag. Skagamenn eiga 15 stig eftir 16 umferðir og geta vippað sér af botni deildarinnar með sigri.
Þá verða 8-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins leikin í dag þegar KFA, Höttur/Huginn, Tindastóll og Kormákur/Hvöt eiga heimaleiki úti á landi.
Aðeins þrjú félög af höfuðborgarsvæðinu eru eftir í bikarnum. Þau eru Grótta, KFG og Ýmir.
Besta-deild karla
19:15 ÍA-Valur (ELKEM völlurinn)
Fótbolti.net bikarinn
17:00 KFA-Víkingur Ó. (SÚN-völlurinn)
17:00 Höttur/Huginn-Grótta (Fellavöllur)
18:00 Tindastóll-KFG (Sauðárkróksvöllur)
18:00 Kormákur/Hvöt-Ýmir (Blönduósvöllur)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 20 | 12 | 4 | 4 | 51 - 31 | +20 | 40 |
2. Víkingur R. | 20 | 11 | 5 | 4 | 38 - 25 | +13 | 38 |
3. Stjarnan | 20 | 10 | 4 | 6 | 38 - 32 | +6 | 34 |
4. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
5. FH | 20 | 7 | 5 | 8 | 37 - 32 | +5 | 26 |
6. Vestri | 20 | 8 | 2 | 10 | 21 - 23 | -2 | 26 |
7. KA | 20 | 7 | 5 | 8 | 23 - 35 | -12 | 26 |
8. Fram | 20 | 7 | 4 | 9 | 28 - 28 | 0 | 25 |
9. ÍBV | 20 | 7 | 4 | 9 | 21 - 27 | -6 | 25 |
10. KR | 20 | 6 | 5 | 9 | 41 - 43 | -2 | 23 |
11. Afturelding | 20 | 5 | 6 | 9 | 27 - 34 | -7 | 21 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |
Athugasemdir