Hoffenheim er búið að ná samkomulagi við tékkneska bakvörðinn Vladimír Coufal um launamál og er leikmaðurinn lentur í Þýskalandi.
Þar er hann að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við þýska félagið sem var í fallbaráttu á síðustu leiktíð.
Coufal kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við West Ham rann út.
Hann er að verða 33 ára gamall og gengur í raðir Hoffenheim eftir fimm ára dvöl í London, þar sem hann lék 180 leiki fyrir Hamrana án þess að skora mark.
Hann tók þátt í 25 leikjum á síðustu leiktíð eftir að hafa verið byrjunarliðsmaður í fjögur ár þar á undan.
Athugasemdir