Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hoffenheim nær samkomulagi við Coufal
Coufal hefur spilað 55 landsleiki fyrir Tékkland.
Coufal hefur spilað 55 landsleiki fyrir Tékkland.
Mynd: EPA
Hoffenheim er búið að ná samkomulagi við tékkneska bakvörðinn Vladimír Coufal um launamál og er leikmaðurinn lentur í Þýskalandi.

Þar er hann að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við þýska félagið sem var í fallbaráttu á síðustu leiktíð.

Coufal kemur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við West Ham rann út.

Hann er að verða 33 ára gamall og gengur í raðir Hoffenheim eftir fimm ára dvöl í London, þar sem hann lék 180 leiki fyrir Hamrana án þess að skora mark.

Hann tók þátt í 25 leikjum á síðustu leiktíð eftir að hafa verið byrjunarliðsmaður í fjögur ár þar á undan.
Athugasemdir
banner