Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   sun 06. september 2020 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Morgan Goff: Hræddum þær aðeins
Kvenaboltinn
Morgan Goff, leikmaður Þróttar
Morgan Goff, leikmaður Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gáfumst aldrei upp. Við náðum að vera þéttar í fyrri hálfleik en áttum í erfiðleikum með þær í þeim síðari. En við héldum áfram og orkan í liðinu hvatti mig áfram. Mér fannst við ekki hengja haus heldur reyndum við að berjast og bíta frá okkur,“ sagði Morgan Goff, leikmaður Þróttar, eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í kvöld. Morgan átti þrátt fyrir tapið fínan leik hjá heimaliðinu og gaf sig alla í leikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  4 Breiðablik

„Við ætluðum að pressa á þær og ég held að við höfum aðeins hrætt þær í fyrri hálfleik þegar við áttum orku í pressuna en það dró svo af okkur er leið á leikinn. En þegar okkur tókst að pressa þá hræddum við þær og fengum marktækifæri,“ sagði Morgan um leikinn en Þróttarar fengu fína sénsa á fyrsta hálftíma leiksins. Eftir að Blikar komust yfir varð verkefnið þó ansi strembið og Þróttarar náðu ekki að halda í við andstæðingana.

Framundan er hörð barátta í neðri hluta deildarinnar en Þróttarar eru nú í 8. sæti með 10 stig. Morgan hefur fulla trú á að lið hennar geti haldið sér í deild hinna bestu.

„Ég er vongóð. Framundan eru hörkuleikir og við getum sannarlega staðið okkur. Við höfum sýnt það í hverjum einasta leik. Nú er þétt leikjatörn framundan og við verðum vonandi klárar í slaginn.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Morgan Goff í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner