Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 06. september 2020 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Morgan Goff: Hræddum þær aðeins
Kvenaboltinn
Morgan Goff, leikmaður Þróttar
Morgan Goff, leikmaður Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gáfumst aldrei upp. Við náðum að vera þéttar í fyrri hálfleik en áttum í erfiðleikum með þær í þeim síðari. En við héldum áfram og orkan í liðinu hvatti mig áfram. Mér fannst við ekki hengja haus heldur reyndum við að berjast og bíta frá okkur,“ sagði Morgan Goff, leikmaður Þróttar, eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í kvöld. Morgan átti þrátt fyrir tapið fínan leik hjá heimaliðinu og gaf sig alla í leikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  4 Breiðablik

„Við ætluðum að pressa á þær og ég held að við höfum aðeins hrætt þær í fyrri hálfleik þegar við áttum orku í pressuna en það dró svo af okkur er leið á leikinn. En þegar okkur tókst að pressa þá hræddum við þær og fengum marktækifæri,“ sagði Morgan um leikinn en Þróttarar fengu fína sénsa á fyrsta hálftíma leiksins. Eftir að Blikar komust yfir varð verkefnið þó ansi strembið og Þróttarar náðu ekki að halda í við andstæðingana.

Framundan er hörð barátta í neðri hluta deildarinnar en Þróttarar eru nú í 8. sæti með 10 stig. Morgan hefur fulla trú á að lið hennar geti haldið sér í deild hinna bestu.

„Ég er vongóð. Framundan eru hörkuleikir og við getum sannarlega staðið okkur. Við höfum sýnt það í hverjum einasta leik. Nú er þétt leikjatörn framundan og við verðum vonandi klárar í slaginn.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Morgan Goff í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir