Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 06. september 2020 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Morgan Goff: Hræddum þær aðeins
Kvenaboltinn
Morgan Goff, leikmaður Þróttar
Morgan Goff, leikmaður Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gáfumst aldrei upp. Við náðum að vera þéttar í fyrri hálfleik en áttum í erfiðleikum með þær í þeim síðari. En við héldum áfram og orkan í liðinu hvatti mig áfram. Mér fannst við ekki hengja haus heldur reyndum við að berjast og bíta frá okkur,“ sagði Morgan Goff, leikmaður Þróttar, eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í kvöld. Morgan átti þrátt fyrir tapið fínan leik hjá heimaliðinu og gaf sig alla í leikinn.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  4 Breiðablik

„Við ætluðum að pressa á þær og ég held að við höfum aðeins hrætt þær í fyrri hálfleik þegar við áttum orku í pressuna en það dró svo af okkur er leið á leikinn. En þegar okkur tókst að pressa þá hræddum við þær og fengum marktækifæri,“ sagði Morgan um leikinn en Þróttarar fengu fína sénsa á fyrsta hálftíma leiksins. Eftir að Blikar komust yfir varð verkefnið þó ansi strembið og Þróttarar náðu ekki að halda í við andstæðingana.

Framundan er hörð barátta í neðri hluta deildarinnar en Þróttarar eru nú í 8. sæti með 10 stig. Morgan hefur fulla trú á að lið hennar geti haldið sér í deild hinna bestu.

„Ég er vongóð. Framundan eru hörkuleikir og við getum sannarlega staðið okkur. Við höfum sýnt það í hverjum einasta leik. Nú er þétt leikjatörn framundan og við verðum vonandi klárar í slaginn.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Morgan Goff í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner