Með sigrinum í gær bætti Breiðablik stigametið sitt á Íslandsmótinu. Liðið er nú komið með 48 stig eftir tuttugu leiki og er það stigi meira en liðið náði í fyrra sem var hæsti stigafjöldi liðsins.
Í sumar hefur Breiðablik unnið fimmtán leiki, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur leikjum.
Í sumar hefur Breiðablik unnið fimmtán leiki, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur leikjum.
KA, liðið í 2. sæti, er með næst flesta sigra til þessa eða ellefu. Tvær umferðir eru eftir af tvöfaldri umferð í tólf liða deild og svo tekur við fimm leikja úrslitakeppni.
Blikar eru fjórum mörkum frá eigin markameti sem eru 55 mörk skoruð. Markametið yfir öll lið í tólf liða deild er 58 mörk skoruð hjá KR sumarið 2009.
Stigametið í tólf liða deild er 52 stig sem bæði KR (2013 & 2019) og Stjarnan (2014) hafa náð. Vinni Blikar báða þá leiki sem liðið á eftir í tvöföldu umferðinni setur liðið nýtt stigamet. Tímabilið 2020 var Valur á góðri leið með að slá stigametið en mótinu var slaufað eftir átján umferðir þegar Valur var með 44 stig (2,44 stig að meðaltali í leik).
Víkingur varð Íslandsmeistari með 48 stig í fyrra.
Síðustu tveir leikir Breiðabliks:
sunnudagur 11. september
14:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
laugardagur 17. september
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir