Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leny Yoro hættur að nota hækjur
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að Leny Yoro snúi aftur á völlinn en hann er byrjaður að ganga án þess að vera með hækjur sér til stuðnings.

Manchester United keypti hinn bráðefnilega Yoro frá Lille fyrir 52 milljónir punda í sumar. Yoro er aðeins 18 ára gamall en hann er afar spennandi.

Hann meiddist í æfingaleik gegn Arsenal í Los Angeles í júlí og var óttast um að hann yrði lengi frá.

Yoro fór í aðgerð í ágúst og var talað um að hann myndi snúa aftur í nóvember en það hefur gengið vel í endurhæfingunni og spurning hvort að hann komi til baka fyrr.

United telur að Yoro geti orðið einn besti varnarmaður í heimi á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner