Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 06. október 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag býst ekki við að starf sitt sé í hættu: Treystum á þessa leikmenn
Mynd: EPA
Mynd: Man Utd
Erik ten Hag svaraði spurningum eftir markalaust jafntefli hjá Manchester United á útivelli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi í Man Utd sem stýrir fótboltahlið félagsins, var mættur í áhorfendastúkuna á Villa Park í dag. Ten Hag var spurður að leikslokum hvort hann teldi þjálfarastarf sitt vera í hættu eftir fimm leiki í röð án sigurs.

Man Utd er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er þetta versta byrjun félagsins á deildartímabili í meira en 30 ár. Liðið er með 8 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar.

„Ég hef ekki heyrt af neinum breytingum í stuðningi stjórnarinnar við mig. Við ræðum mikið saman og eigum mjög opin og heiðarleg samtöl. Við ræðum saman á hverjum degi svo ég býst við samtali á eftir," svaraði Ten Hag.

„Innan félagsins erum við vonsviknir með byrjunina á tímabilinu og við vitum að við þurfum að gera betur, eða til að vera nákvæmari þá þurfum við að skora meira af mörkum. Það er mjög einfalt. Allir þessir orðrómar eru utanaðkomandi.

„Allir innan félagsins eru á sömu blaðsíðu, við erum allir saman um borð. Það er ákveðið ferli hafið innan félagsins en við áttum okkur allir á því að þetta er langt ferli. Við náðum fínu jafntefli í dag og gerðum líka jafntefli í síðasta leik. Þetta voru tveir verulega erfiðir útileikir gegn sterkum andstæðingum."


Ten Hag var spurður út í framherjana ungu Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee, sem kostuðu samanlagt vel yfir 100 milljónir punda en hafa ekki verið að skila mikið af mörkum.

„Við treystum á þessa leikmenn og við trúum að einn daginn mun þetta allt smella saman. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við erum ekki að skora nóg en þolinmæði er mikilvæg. Ég myndi segja að Rasmus Höjlund sé okkar besti markaskorari en hann er ekki í 100% standi. Hann er ungur og er bara á sínu öðru tímabili með félaginu.

„Rashford er að koma til, hann skoraði gegn Porto og átti stoðsendingu og skapaði góð færi í dag. Garnacho hefur verið hættulegur allt tímabilið og við vitum að það búa mörk í Bruno Fernandes. Þetta kemur allt á endanum."

Athugasemdir
banner
banner