Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 21:25
Elvar Geir Magnússon
Barcola ekki með gegn Íslandi - Mbappe æfði ekki í dag
Eimskip
Barcola og Mikael Egill Ellertsson.
Barcola og Mikael Egill Ellertsson.
Mynd: EPA
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands.
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands.
Mynd: EPA
Eftir að hafa verið skoðaður af læknum franska landsliðsins hefur Bradley Barcola, leikmaður Paris Saint-Germain, dregið sig út úr hópnum sem er að fara að mæta Aserbaídsjan og Íslandi í undankeppni HM.

Barcola, sem byrjaði í leiknum gegn Íslandi á Prinsavöllum í síðasta glugga, er að glíma við meiðsli aftan í læri.

Florian Thauvin, leikmaður Lens, hefur verið kallaður upp í hópinn í hans stað. Thauvin, sem er 32 ára, hefur leikið tíu landsleiki en síðast lék hann fyrir Frakkland fyrir sex árum síðan.

Eins og við greindum frá í dag þá er Kylian Mbappe tæpur fyrir komandi landsleiki. Hann æfði ekki með franska liðinu í dag eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í leik með Real Madrid um helgina.

Didier Deschamps landsliðsþjálfari útilokar þó ekki að hann geti tekið þátt í komandi leikjum: „Meiðslin eru minniháttar, annars væri hann ekki hér," sagði Deschamps. Ibrahima Konate varnarmaður Liverpool tók heldur ekki þátt í æfingunni.

Það vantar þegar marga öfluga leikmenn í franska hópinn en þar á meðal er Ballon d’Or gullboltahafinn Ousmane Dembele. Einnig eru Desire Doue, Rayan Cherki, Randal Kolo Muani og Marcus Thuram fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Leikur Íslands og Frakklands verður á Laugardalsvelli eftir viku en Ísland mun fyrst mæta Úkraínu á föstudagskvöld.
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 2 2 0 0 4 - 1 +3 6
2.    Ísland 2 1 0 1 6 - 2 +4 3
3.    Úkraína 2 0 1 1 1 - 3 -2 1
4.    Aserbaísjan 2 0 1 1 1 - 6 -5 1
Athugasemdir
banner