Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   lau 25. október 2025 19:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
„Mikil vonbrigði. Svekktur með margt, sjálfan mig og liðsfélaga mína,"I sagði Elmar Atli Garðarsson eftir að Vestri féll úr Bestu deildinni eftir tap gegn KR í lokaumferðinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Það situr svolítið eftir eftir þennan leik. Það er gríðarlega svekkjandi að hann skuli taka þessa ákvörðun ekki nema einhverjum tuttugu metrum frá línunni. Það er lágmark sem við getum beðið um að línuvörður haldi línu í þessari deild. Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt. Ekki að ég ætla fara kenna þessu um eftir að hafa tapað þessum leik 5-1 að lokum en þetta er risamóment," sagði Elmar.

KR komst yfir og strax í kjölfarið jafnaði Vestri metin en markið var dæmt af vegna rangstöðu en það var mjög umdeildur dómur.

„Auðvitað hefur það áhrif í svona leik þegar svona móment fellur ekki með þér. Kannski það hafi truflað menn eitthvað."

Lengjudeildin á næsta ári, hvernig er að heyra það?

„Það er ömurleg tilfinning, hreint út sagt," sagði Elmar sem gat ekki svarað því hvort hann muni taka slaginn með liðinu næsta sumar.
Athugasemdir
banner