29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 25. október 2025 19:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
„Mikil vonbrigði. Svekktur með margt, sjálfan mig og liðsfélaga mína,"I sagði Elmar Atli Garðarsson eftir að Vestri féll úr Bestu deildinni eftir tap gegn KR í lokaumferðinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Það situr svolítið eftir eftir þennan leik. Það er gríðarlega svekkjandi að hann skuli taka þessa ákvörðun ekki nema einhverjum tuttugu metrum frá línunni. Það er lágmark sem við getum beðið um að línuvörður haldi línu í þessari deild. Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt. Ekki að ég ætla fara kenna þessu um eftir að hafa tapað þessum leik 5-1 að lokum en þetta er risamóment," sagði Elmar.

KR komst yfir og strax í kjölfarið jafnaði Vestri metin en markið var dæmt af vegna rangstöðu en það var mjög umdeildur dómur.

„Auðvitað hefur það áhrif í svona leik þegar svona móment fellur ekki með þér. Kannski það hafi truflað menn eitthvað."

Lengjudeildin á næsta ári, hvernig er að heyra það?

„Það er ömurleg tilfinning, hreint út sagt," sagði Elmar sem gat ekki svarað því hvort hann muni taka slaginn með liðinu næsta sumar.
Athugasemdir
banner