Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 25. október 2025 20:37
Gunnar Bjartur Huginsson
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur tók á móti Valsmönnum í síðasta deildarleik Bestu deildar karla en Víkingur fór með 2-0 sigur af hólmi. Það stóð mikið til í Vikínni en þar lyftu Víkingar íslandsmeistaratitlinum. Unnu þeir deildina að lokum með nokkrum yfirburðum en þeir enduðu 12 stigum á undan Val. Leikurinn var þó ekki einungis merkilegur fyrir þær sakir, heldur var þetta einnig kveðjuleikur Pablo Punyed og Matthíasar Vilhjálmssonar. Pablo Punyed hefur unnið 6 titla á 5 árum í víkingstreyjunni og því sannarlega orðinn goðsögn í Víkinni. Hins vegar er þetta ekki endilega seinasti leikur Pablo í víkingstreyjunni en hann hefur verið orðaður við stöðu spilandi aðstoðarþjálfara hjá Haukum, eins og greint var frá á .net. 

„Bara rosalega vel. Geggjuð tilfinning að geta spilað fyrir þetta félag. Þetta var bara gaman og mig langaði bara að spila meira. Ég er rosalega þakklátur fyrir alla sem komu og fögnuðu með okkur.”


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Valur

Pablo Punyed kom frá KR árið 2021 en hann hefur heldur betur lagt lóð á vogarskálarnar í uppbyggingu Víkings og þessari sigurgöngu sem hefur átt sér stað seinustu ár. Pablo er mjög sigursæll og hefur unnið sex titla á fimm árum. 

„Þetta er bara alveg geggjað sko og eins og ég segi bara þvílíkur heiður að geta spilað með öllum þessum mönnum og ég vona að þetta sé bara rétt að byrja.”

Eins og fyrr segir hefur Pablo verið orðaður við stöðu spilandi aðstoðarþjálfara Hauka en Pablo var ansi stuttorður um framhaldið.

„Það kemur í ljós.”


Athugasemdir
banner