Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 25. október 2025 19:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísafirði
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Fagnað eftir leik í dag
Fagnað eftir leik í dag
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Léttir og stoltur að við getum sýnt svona spilamennsku á þessum tímapunkti. Sýndum þetta líka í síðasta leik fannst mér, karakter í liðinu. Ekkert grín að vera í KR og vera í þessari stöðu. Þú sérð stuðninginn sem við erum að fá. Hvernig við dílum við þessa brekku, annað hvort brotna menn eða verða sterkir í þessari stöðu og mér fannst við sýna mikinn karakter. Við getum tekið þetta með okkur inn í næsta tímabil," sagði Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, við Fótbolta.net eftir sigur gegn Vestra í úrslitaleik um hvort liðið yrði áfram í deildinni. KR vann öruggan sigur á Ísafirði.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Við vorum með nýtt lið og við erum búnir að fá högg og mótmæli sem í heildina væri hægt að dreifa á fimm tímabil. Það voru meiðsli, við skíttöpuðum á móti liðum og stigum aftur upp. Ég fagna allri umræðu, við fengum hana alla í andlitið og björguðum okkur svo svona. Að hafa hagað okkur svona, bjargað okkur svona, það gefur mjög góð fyrirheit fyrir framhaldið."

„Auðvitað vorum við stressaðir, drullustressaðir. Ég sagði fyrir einhverjum tíma síðan að maður var skíthræddur um að falla með KR. En að ná að spila svona, haga sér svona, að sýna ekki að þetta hefði áhrif á okkur, ná að spila með tóman haus og spila svona vel upp á líf á dauða gerir mig ógeðslega stoltan. Ég er stoltur af liðinu og teyminu í kring: hvernig Óskar og teymið tækluðu þessa lokamánuði var til fyrirmyndar - og hópurinn líka."


Aron lét stór orð falla í sumar að það væri mjög bjart framundan, sagði að KR væri að fara taka yfir. Hann ætlar að vera áfram og upplifa þá björtu tíma.

„Auðvitað. Það sjá allir sem sjá að við erum að fara taka yfir. Við vorum í fallbaráttu þegar ég sagði þetta og menn hlógu þá. En þið getið skoðað það sem þið viljið, kafað í öll gögn sem þið viljið, það er ekki margt sem þarf að laga. Við höfum tíma í það núna og ég stend þétt við það sem ég sagði fyrr í sumar," sagði fyrirliðinn sem átti mjög gott tímabil og var á bekknum í liði ársins hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir