Man Utd vann þriðja deildarleikinn í röð í dag þegar liðið lagði Brighton af velli. Man Utd náði þriggja marka forystu en Brighton minnkaði muninn í eitt mark áður en Bryan Mbeumo innsiglaði sigurinn í blálokin.
„VIð spiluðum vel og þjáðumst í lokin. Það var svolítið okkur að kenna. Þeir gerðu allt, hlupu og spiluðu boltanum, spörkuðu langt þegar þess þurfti," sagði Ruben Amroim.
„Svona gerist í fótbolta. Þeir eru með mikil gæði á boltann. Þeir nýttu meðbyrinn til að stýra leiknum en við erum að bæta okkur í því að bregðast við slæmum augnablikum."
Amorim var spurður að því hvað hafi verið besta augnablikið í leiknum.
„Eftir þriðja markið. Lætin á vellinum voru ekki eðlileg. Þetta var öðruvísi, þetta var í fyrsta sinn sem ég heyri þetta, þetta var gott augnablik fyrir mig," sagði Amorim.
Man Utd stökk upp í 4. sæti, stigi á undan Liverppool, eftir leikinn.
„Þegar við komum inn í þennan leik fann ég að andrúmsloftið var allt annað. Þetta var ekki yfirþyrmandi, það var spenna fyrir því að spila fyrir framan stuðningsmennina. Við njótum í dag en á morgun þurfum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik," sagði Amorim.
„Ef þú skoðar töfluna þá getur ein vika breytt öllu. Það getur verið mjög erfitt að finna jákvæðar tilfinningar hjá þessu félagi svo við þurfum að hræðast það að fara aftur á slæman stað."
Athugasemdir




