Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   lau 25. október 2025 20:28
Gunnar Bjartur Huginsson
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur tók á móti Val í lokaumferð Bestu deildar karla. Heimaliðið hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins og tryggði sér öruggan 2-0 sigur. Að leik loknum fagnaði Víkingur Íslandsmeistaratitlinum á Víkingsvelli, þar sem stemningin var einstaklega góð og mikil ánægja með árangurinn í leikslok. Matthías Vilhjálmsson kvaddi Víkina og fótboltann en hann var að spila sinn síðasta leik og kórónaði hann með marki. Fékk hann heiðursskiptingu fyrir vikið.

„Þetta var skrítið. Maður var byrjaður að hugsa þetta svona 5 mínútum áður, að þetta gætu verið síðustu mínúturnar en bara yndislegur dagur og geggjaður endir á frábæru tímabili hjá liðinu og á mínum ferli, þannig að ég er bara gífurlega þakklátur.”


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Valur

Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum í leiknum en það var viðeigandi að hann myndi skora í kveðjuleiknum. 

„Þetta var næstum því of gott til að vera satt og Stefán varði þarna helvíti vel frá mér í byrjun leiks en bara vel gert hjá Óskari að koma honum á mig og mjög gaman að ná að enda þetta á marki.”

Matthías Vilhjálmsson hefur færst aftar á völlinn með aldrinum en hann rifjaði upp gamla takta í dag og spilaði einn frammi. 

„Ég er búinn að reyna að segja þeim að ég sé framherji allan tímann. Geggjað að spila með svona góðum leikmönnum, þegar þeir reyna að finna þig trekk í trekk. Þetta eru forréttindi,” sagði Matti í gamansömum tón.

Matthías Vilhjálmsson hefur átt ansi farsælan feril í atvinnumennsku og staðið sig með prýði hvar sem hann hefur komið.

„Já, ég var rosalega heppinn að byrja ferilinn í FH og geggjaðir tímar þar. Unnum einhverja fjóra íslandsmeistaratitla á fimm árum. Íslenskur fótbolti er alltaf að verða betri og betri og árangurinn í Evrópu - mæta Pantathinaikos og fá stig í Evrópu. Vinna þrjá titla á þremur árum, geggjað.”

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan en þar fer Matti vel yfir ferilinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner