Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 25. október 2025 20:28
Gunnar Bjartur Huginsson
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur tók á móti Val í lokaumferð Bestu deildar karla. Heimaliðið hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins og tryggði sér öruggan 2-0 sigur. Að leik loknum fagnaði Víkingur Íslandsmeistaratitlinum á Víkingsvelli, þar sem stemningin var einstaklega góð og mikil ánægja með árangurinn í leikslok. Matthías Vilhjálmsson kvaddi Víkina og fótboltann en hann var að spila sinn síðasta leik og kórónaði hann með marki. Fékk hann heiðursskiptingu fyrir vikið.

„Þetta var skrítið. Maður var byrjaður að hugsa þetta svona 5 mínútum áður, að þetta gætu verið síðustu mínúturnar en bara yndislegur dagur og geggjaður endir á frábæru tímabili hjá liðinu og á mínum ferli, þannig að ég er bara gífurlega þakklátur.”


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Valur

Matthías Vilhjálmsson var á skotskónum í leiknum en það var viðeigandi að hann myndi skora í kveðjuleiknum. 

„Þetta var næstum því of gott til að vera satt og Stefán varði þarna helvíti vel frá mér í byrjun leiks en bara vel gert hjá Óskari að koma honum á mig og mjög gaman að ná að enda þetta á marki.”

Matthías Vilhjálmsson hefur færst aftar á völlinn með aldrinum en hann rifjaði upp gamla takta í dag og spilaði einn frammi. 

„Ég er búinn að reyna að segja þeim að ég sé framherji allan tímann. Geggjað að spila með svona góðum leikmönnum, þegar þeir reyna að finna þig trekk í trekk. Þetta eru forréttindi,” sagði Matti í gamansömum tón.

Matthías Vilhjálmsson hefur átt ansi farsælan feril í atvinnumennsku og staðið sig með prýði hvar sem hann hefur komið.

„Já, ég var rosalega heppinn að byrja ferilinn í FH og geggjaðir tímar þar. Unnum einhverja fjóra íslandsmeistaratitla á fimm árum. Íslenskur fótbolti er alltaf að verða betri og betri og árangurinn í Evrópu - mæta Pantathinaikos og fá stig í Evrópu. Vinna þrjá titla á þremur árum, geggjað.”

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan en þar fer Matti vel yfir ferilinn.


Athugasemdir
banner