Afturelding laut í lægra haldi 1-0 gegn ÍA í dag og eru þar með fallnir úr deild þeirra bestu í bili. Liðið þurfti að sigra ÍA og treysta á að Vestri og KR gerðu jafntefli fyrir vestan en allt kom fyrir ekki og fall er staðreynd í dag.
Aðspurður um tilfinninguna eftir leik svaraði Hrannar Snær Magnússon leikmaður Aftureldingar,
„Bara svekkelsi sko, við gáfum allt í þetta í dag og stundum er þetta bara svona."
Tilfinningarnar báru hann svo skiljanlega ofurliði og baðst undan frekara viðtali
„Sorry ég get þetta ekki sko."
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Afturelding
Erfiður dagur fyrir Aftureldingu og stuðningsmenn þess og vel skiljanlegt að tilfinngarnar séu út um allt.
Athugasemdir
























