Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 25. október 2025 20:07
Gunnar Bjartur Huginsson
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Í lokaumferð Bestu deildar karla tók Víkingur á móti Val á Víkingsvelli í leik sem endaði með sannfærandi heimasigri. Heimamenn sýndu styrk sinn frá fyrstu mínútu, stjórnuðu leiknum af öryggi og tryggðu sér verðskuldaðan 2-0 sigur. Þegar flautað var til leiksloka brutust út fagnaðarlæti á meðal leikmanna og stuðningsmanna en þeir lyftu titlinum í lok leiks.

„Nei, mér fannst líka bara orkustigið okkar miklu meira en hjá Val. Það sýnir sig bara í þessum tveimur leikjum gegn Breiðablik og Val, þar sem við erum búnir að tryggja okkur titilinn en við erum samt sem áður með meiri orku og það er meira hungur, til þess að vinna þessa leiki. Það sýnir bara sigurhugarfarið í þessum klúbbi og hóp.”


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Valur

Víkingur kom sér í efri hluta Bestu deildarinnar og unnu alla leiki sem hægt var að vinna. Þrátt fyrir að ekkert hafi verið undir seinustu tvo leikina, kláruðu þeir samt verkefni sín fagmannlega og var Sölvi Geir sáttur við það. 

„Virkilega vel gert að fara í efri hlutann í skiptinguna og vinna alla leikina, þannig að það sýnir bara styrk okkar. Við settum okkur viss markmið og við litum aldrei af þeim og náðum þeim. Það er alltaf sætt þegar það gerist."

Matthías Vilhjálmsson og Pablo Punyed spiluðu kveðjuleiki í dag en Matthías er að leggja skóna á hilluna. Hins vegar hefur Pablo Punyed verið orðaður við stöðu spilandi aðstoðarþjálfara Hauka og því spennandi að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur. Hafa þessir tveir heldur betur sett mark sitt á félagið og unnið titla í treyju Víkings. Sölvi hrósaði þeim í hástert.

„Ómetanlega. Pablo kemur hérna fyrst 2021 og vinnur strax tvöfalt. Hann vinnur einhverja sex titla á fimm árum hérna, sömuleiðis Matti og kemur inn og hjálpa þessum klúbbi að komast á þennan stað sem hann er á í dag. Þetta eru algjörir sigurvegarar og hafa unnið yfir 30 titla á milli sín, þannig að þetta er ómetanlegt að fá svona sigurvegara inn í klúbbinn. Það verður eftirsjá af þessum herramönnum.”

Aron Elís Þrándarson, lykilmaður Víkings, meiddist illa í fyrsta deildarleik tímabilsins en hann sneri aftur á völlinn í kvöld eftir ansi langa fjarveru. 

„Það vildi svo óheppilega til og leiðinlegt að meiðast í fyrsta leik en það var eitthvað fallegt við það að hann skyldi loka mótinu líka fyrir,” sagði Sölvi að lokum.


Athugasemdir
banner