Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 20:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Ísak spilaði í grátlegu tapi
Mynd: EPA
Dortmund 1 - 0 Koln
1-0 Maximilian Beier ('90 )

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Köln sem tapaði á grátlegan hátt gegn Dortmund í þýsku deildinni í dag.

Köln byrjaði leikinn betur en Said El Mala fékk dauðafæri þegar hann slapp einn í gegn en hann skaut framhjá.

Dortmund tók yfir leikinn í kjölfarið og fékk nóg af færum til að komast yfir.

Það gekk ekki fyrr en í blálokin þegar Maximilian Beier skoraði eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. Ísak var tekinn af velli eftir 72. mínútna leik.

Dortmund er í 3. sæti með 17 stig en Köln er í 8. sæti með 11 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 8 8 0 0 30 4 +26 24
2 RB Leipzig 8 6 1 1 16 9 +7 19
3 Dortmund 8 5 2 1 14 6 +8 17
4 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Eintracht Frankfurt 8 4 1 3 21 18 +3 13
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
9 Werder 8 3 2 3 12 16 -4 11
10 Union Berlin 8 3 1 4 11 15 -4 10
11 Freiburg 7 2 3 2 11 11 0 9
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 St. Pauli 8 2 1 5 8 14 -6 7
15 Augsburg 8 2 1 5 12 20 -8 7
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 8 1 1 6 7 16 -9 4
18 Gladbach 8 0 3 5 6 18 -12 3
Athugasemdir
banner