,,Ömurleg tilfinning"
„Þetta er bara ömurlegt, við gefum þeim fimm mörk í dag. Það er erfitt að lýsa því," sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson, leikmaður Vestra, við Fótbolta.net eftir tap gegn KR í úrslitaleik um sæti í Bestu deildinni 2026. KR vann leikinn 5-1 og Vestri verður í Lengjudeildinni.
„Þeir segja að við skorum löglegt mark (rétt eftir að KR komst í 1-0). Svo er ein mínúta eftir af fyrri hálfleik og við gefum þeim 2-0 markið. Leikurinn fer svolítið þarna. Þetta er ömurleg tilfinning."
„Ég hef ekki séð markið en samkvæmt þeim á bekknum er þetta löglegt og ég verð að trúa því. Það er bara svekkjandi, en við verðum bara að vera sterkari í hausnum, ekki kasta inn handklæðinu svona fljótt. Við erum að spila fyrir veru Vestra í efstu deild og mér fannst við bara gefast upp."
„Þeir segja að við skorum löglegt mark (rétt eftir að KR komst í 1-0). Svo er ein mínúta eftir af fyrri hálfleik og við gefum þeim 2-0 markið. Leikurinn fer svolítið þarna. Þetta er ömurleg tilfinning."
„Ég hef ekki séð markið en samkvæmt þeim á bekknum er þetta löglegt og ég verð að trúa því. Það er bara svekkjandi, en við verðum bara að vera sterkari í hausnum, ekki kasta inn handklæðinu svona fljótt. Við erum að spila fyrir veru Vestra í efstu deild og mér fannst við bara gefast upp."
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 5 KR
Eiður Aron er að kveðja Vestra eftir tvö tímabil, tilkynnti eftir leikinn gegn Aftureldingu um síðustu helgi að hann væri að fytja suður.
„Það er hræðilegt að kveðja svona, hundleiðinleg tilfinning að falla, en svona er þetta bara, áfram með lífið."
Vestri varð bikarmeistari í sumar, leitar hausinn eitthvað þangað?
„Ekki akkúrat núna, en kannski ef maður horfir til baka yfir tímabilið seinna. Að vinna bikarinn var risastórt fyrir klúbbinn og mig persónulega. Ég átti eftir að vinna bikarmeistaratitil og það var gaman að ná því, en eftir það var ekki sjón að sjá okkur."
Ætlar þú að vera í Bestu deildinni 2026?
„Það kemur bara í ljós, ég er opinn fyrir öllu," segir miðvörðurinn. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir























