„Tilfinningin er mjög góð, það var geggjað að spila þennan leik, alltaf gaman að spila svona úrslitaleiki," sagði Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður KR, við Fótbolta.net eftir 5-1 sigur KR gegn Vestra á Ísafirði í dag. Leikurinn var úrsitaleikur um hvort liðið myndi halda s?ti sínu og var Andri maður leiksins í dag.
„Við mætum til leiks með það hugarfar að við höfum engu að tapa, erum með þannig hugarfar allan leikinn. Höfðum engu að tapa í þessum leik og bara keyrðum á þá."
Andri er sóknarmaður sem hefur mikið glímt við meiðsli síðustu misseri en hann reyndist KR mjög mikilvægur á ögurstundu; fiskaði víti í síðasta leik og skoraði tvö í dag.
„Við mætum til leiks með það hugarfar að við höfum engu að tapa, erum með þannig hugarfar allan leikinn. Höfðum engu að tapa í þessum leik og bara keyrðum á þá."
Andri er sóknarmaður sem hefur mikið glímt við meiðsli síðustu misseri en hann reyndist KR mjög mikilvægur á ögurstundu; fiskaði víti í síðasta leik og skoraði tvö í dag.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 5 KR
„Ég er búinn að vera ströggla helvíti mikið með meiðsli í allt sumar, alltaf 'on' og 'off', komst aldrei í mitt besta form. Þessir síðustu tveir leikir eru bara búnir að vera hausinn og ég er búinn að spila helvíti vel í þeim og er ánægður með þetta."
„Við komumst örugglega bara inn í hausinn á því með því að vera beyttir, fara 2-0 inn í hálfleikinn og skora um leið og við mætum út í seinni. Ég held að við höfum bara taka þá þar."
Andri skoraði fyrsta og þriðja mark KR í leiknum. „Það er mjög gaman að skora tvö mörk í leik sem skiptir svona miklu máli."
„Ég reyndi bara að spila minn fótbolta. Gæðin skinu hjá okkur í dag og ég er rosa spenntur fyrir næsta tímabili með þessu liði."
„Auðvitað er þetta léttir," sagði Andri að lokum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir























