Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 25. október 2025 17:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Óskar Hrafn Þorvaldsson var hæstánægður eftir sigur KR gegn Vestra í dag sem varð til þess að liðið hélt sæti sínu í Bestu deild.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Ég var ekki stressaður, ég var spenntur, það var fiðringur í mér. Auðvitað getur maður aldrei verið öruggur með hvað gerist. Alla vikuna fannst mér við ná að halda góðri og jákvæðri orku. Ég var ekki var við að spennustigið hjá leikmönnunum væri hátt. Það var mitt mat í þessari stöðu sem við vorum að það væri það sem myndi gefa útslagið," sagði Óskar.

„Auðvitað er þetta léttir. Það vill enginn falla. Ég var tilbúinn að sætta mig við það á ákveðnum forsendum. í grunninn vill enginn falla, það hefur ekkert með það að gera að KR hafi bara fallið einu sinni í sögunni. Það gildir það sama um Vestramenn, þeir vilja ekki falla úr efstu deild, Afturelding vill ekki falla úr efstu deild. Það er mjög leiðinlegt að þessi lið séu að kveðja deildina, það verður einhver að gera það."

„Ég bað strákana um að leggja egóið sitt til hliðar. Egóið er fullt af tilfinningum og það eru tilfinningarnar sem geta farið með þig. Auðvitað er það samt þannig að einhversstaðar aftast er egóið og helst fyrir egóið er gott að falla ekki."

Það var umdeilt atvik þegar mark var dæmt af Vestra strax í kjölfarið af fyrsta marki KR.

„Ég get skilið að þeir séu svekktir hvort sem það er löglegt eða ekki því það hefði skipt miklu máli fyrir þá að komast strax inn í leikinn. Er ég feginn að þetta mark hafi verið dæmt af, já? Það var þeirra möguleiki að komast inn í leikinn."

Stuðningsmenn KR fjölmenntu á Ísafjörð eins og þeir gerðu í allt sumar.

„Það er meiriháttar. Þessi klúbbur er sérstakur. Það er engu um það logið að þú finnur ekki tilfinningaríkari stuðningsmenn en stuðningsmenn KR. Það getur verið erfitt en þeir voru meiriháttar í dag eins og þeir eru búnir að vera í sumar," sagði Óskar Hrafn.

„Kannski var það var skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa. Til að hópurinn myndi þroskast mér, mér fannst leikmennirnir vera frábærir fulltrúar fyrir sjálfan sig í dag sem fótboltamenn og sem einstaklingar."

Sjáðu viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner