Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 14:25
Elvar Geir Magnússon
Íslandsmeistari í fyrra og Færeyjameistari í ár
Patrik Johannesen varð Íslandsmeistari í fyrra og svo Færeyjameistari í ár.
Patrik Johannesen varð Íslandsmeistari í fyrra og svo Færeyjameistari í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liðsmynd af KÍ frá síðasta ári.
Liðsmynd af KÍ frá síðasta ári.
Mynd: EPA
KÍ frá Klakksvík tryggði sér færeyska meistaratitilinn 2025 á föstudaginn og hefur liðið orðið meistari fimm sinnum á síðustu sjö árum. Alls hefur félagið unnið titilinn 22 sinnum.

Víkingur frá Götu vann titilinn í fyrra.

Tvær umferðir eru eftir af Betri deildinni en KÍ er með sjö stiga forystu og því búið að tryggja sér titilinn. NSÍ frá Runavík er í öðru sæti og HB í því þriðja.

KÍ fagnaði eftir að hafa unnið 2-1 útisigur gegn 07 Vestur í Sörvági. Meðal leikmanna KÍ er Patrik Johannesen, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks, sem skorað hefur ellefu deildarmörk á tímabilinu. Hann varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á síðasta ári.

Klæmint Olsen, annar fyrrum leikmaður Breiðabliks, er markahæstur í deildinni og var valinn leikmaður mánaðarins í september. Hann er með 26 mörk fyrir NSÍ, fimm mörkum meira en Páll Andrasson Klettskarð í KÍ.



Athugasemdir
banner