KÍ frá Klakksvík tryggði sér færeyska meistaratitilinn 2025 á föstudaginn og hefur liðið orðið meistari fimm sinnum á síðustu sjö árum. Alls hefur félagið unnið titilinn 22 sinnum.
Víkingur frá Götu vann titilinn í fyrra.
Tvær umferðir eru eftir af Betri deildinni en KÍ er með sjö stiga forystu og því búið að tryggja sér titilinn. NSÍ frá Runavík er í öðru sæti og HB í því þriðja.
Víkingur frá Götu vann titilinn í fyrra.
Tvær umferðir eru eftir af Betri deildinni en KÍ er með sjö stiga forystu og því búið að tryggja sér titilinn. NSÍ frá Runavík er í öðru sæti og HB í því þriðja.
KÍ fagnaði eftir að hafa unnið 2-1 útisigur gegn 07 Vestur í Sörvági. Meðal leikmanna KÍ er Patrik Johannesen, fyrrum leikmaður Keflavíkur og Breiðabliks, sem skorað hefur ellefu deildarmörk á tímabilinu. Hann varð Íslandsmeistari með Breiðabliki á síðasta ári.
Klæmint Olsen, annar fyrrum leikmaður Breiðabliks, er markahæstur í deildinni og var valinn leikmaður mánaðarins í september. Hann er með 26 mörk fyrir NSÍ, fimm mörkum meira en Páll Andrasson Klettskarð í KÍ.
League title number 22.
— KÍ (@KI_Klaksvik) October 4, 2025
We’re starting to run out of space in the trophy room. ???????? pic.twitter.com/VMmQgM8n2n
C H A M P I O N S
— KÍ (@KI_Klaksvik) October 4, 2025
????: https://t.co/DggIT8pcb9 pic.twitter.com/eapaWszklY
Athugasemdir