Gunnleifur Orri Gunnleifsson, leikmaður Breiðabliks, æfir þessa dagana með danska félaginu FC Midtjylland. Hann mun svo í kjölfarið taka þátt í æfingamóti með liðinu á Algarve.
Gunnleifur Orri er fimmtán ára og er hann sonur Gunnleifs Gunnleifssonar, fyrrum markvarðar landsliðsins, Breiðabliks og HK.
Gunnleifur Orri er fimmtán ára og er hann sonur Gunnleifs Gunnleifssonar, fyrrum markvarðar landsliðsins, Breiðabliks og HK.
Hann er hávaxinn sóknarsinnaður leikmaður sem hefur mest spilað á kantinum. Hann er unglingalandsliðsmaður sem á að baki fimm leiki fyrir U15, lék síðast með landsliðinu í byrjun september.
Í sumar lék hann með 2. og 3. flokki Breiðabliks. 3. flokkur Blika fékk bæði silfur í Íslandsmótinu og bikarnum.
Athugasemdir