Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 06. nóvember 2023 11:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnleifur Orri æfir hjá Midtjylland
Mynd: Aðsend
Gunnleifur Orri Gunnleifsson, leikmaður Breiðabliks, æfir þessa dagana með danska félaginu FC Midtjylland. Hann mun svo í kjölfarið taka þátt í æfingamóti með liðinu á Algarve.

Gunnleifur Orri er fimmtán ára og er hann sonur Gunnleifs Gunnleifssonar, fyrrum markvarðar landsliðsins, Breiðabliks og HK.

Hann er hávaxinn sóknarsinnaður leikmaður sem hefur mest spilað á kantinum. Hann er unglingalandsliðsmaður sem á að baki fimm leiki fyrir U15, lék síðast með landsliðinu í byrjun september.

Í sumar lék hann með 2. og 3. flokki Breiðabliks. 3. flokkur Blika fékk bæði silfur í Íslandsmótinu og bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner