Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   mið 06. nóvember 2024 21:31
Brynjar Ingi Erluson
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed verður ekki með
Pablo Punyed verður ekki með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að liðið megi ekki sýna snefil af minnimáttarkennd þegar liðið mætir Borac frá Bosníu í Sambandsdeild Evrópu á morgun.

Víkingsliðið fer ágætlega af stað í Sambandsdeildinni en liðið varð það fyrsta í Íslandssögunni til þess að sækja sigur í keppninni er það vann Cercle Brugge í síðustu umferð.

Liðið er með þrjú stig eftir tvo leiki og stefnir að því að sækja annan sigurinn á morgun.

„Ég met möguleikana mjög góða og ég byggi þá skoðun á að við höfum verið öflugir á heimavelli undanfarin ár í Evrópukeppnum og náð í nokkur sterk og öflug úrslit. Við höfum gefið liðum góðan leik, þannig ég met það að möguleikar okkar eru sterkir,“ sagði Arnar við Fótbolta.net.

Borac er ríkjandi deildarmeistari en titillinn var sá þriðji í sögu félagsins.

Bosníska liðið náði í óvænt stig gegn Panathinaikos í fyrstu umferðinni og vann síðan APOEL frá Kýpur í síðustu umferð, en Arnar ræddi aðeins um andstæðinginn.

„Mikil þekking í þessu liði. Þeir virðast kunna alla þætti leiksins mjög vel og eru ófeimnir við að sýna þá hvort sem þeir eru á útivelli eða heimavelli. Ég á von á að þeir verði frekar varfærnislegir á morgun. Þeir eru komnir með fjögur stig og jafntefli fyrir þá á erfiðum útivelli væru ekki slæm úrslit. Hafandi sagt það reyna þeir náttúrulega að vinna leiki og eru með skeinuhætta leikmenn og góða leikmenn innanborðs. Þetta er á þessu 'leveli' í keppninni og miðað við úrslitin sem þeir hafa ná í undanfarið þá megum við ekki sýna einn snefil af minnimáttarkennd og fókusleysi ef við ætlum að fá eitthvað úr þessari viðureign.“

Veðurspáin segir að það verði rok og rikning á höfuðborgarsvæðinu, sem gæti hentað Víkingum ágætlega.

„Það hjálpar okkur oft upp á Skaga en ég hef alltaf tönnlast á því síðustu fimm eða sex ár að ef þu ætlar að vinna Íslandsmeistaratitilinn þá verður þú tilbúinn í hvaða aðstæður sem er. Það böggar okkur ekki neitt en mögulega gæti það böggað þá. Ég þekki ekki almennilega hvernig aðstæður þeir fá yfir háveturinn í sínu heimalandi en ég efast um að þeir fái svona mikið rok þannig auðvitað reynum við að nýta okkur það. Maður finnur að sumir af þessum leikmönnum sem koma að spila Íslandi á þessum tímapunkti, hvort sem þeir eru að spila á móti okkur eða í landsleikjum, að þetta sé ekkert uppáhalds staðurinn til að spila á í nóvember þannig við þurfum að nýta okkur allt sem hægt er.“

Þá fór Arnar yfir stöðuna á leikmannahópnum en það eru bæðir góðar og slæmar fréttir.

„Valdimar er ekki klár en hann er byrjaður að æfa nokkuð vel og verður klár fyrir Armeníu-leikinn. Pablo er ekki með, sem eru náttúrlega ekki góðar fréttir, en góður fréttirnar eru þær að Oliver og Matti eru að fá auka viku eða tíu daga til að testa sig og þeir líta betur og betur út.“

Tölfræðisnillingar tala um að það þurfi sjö stig í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar til að komast í úrslitakeppnina. Er stefnan sett þangað?

„Klárlega. Það væri mjög þægilegt — ég viðurkenni það. Eftir leikinn á morgun að okkur takist að ná í þrjú stig og vera komnir með sex stig og þurfa mögulega eitt stig í næstu þremur leikjum, þrátt fyrir að það séu nógu erfiðir andstæðingar, þá ætti eitt stig að duga og það væri þægileg tilfinning. Ég held að það sé óhollt að fara fram úr sjálfum þér en allt í lagi að leyfa sér að dreyma. Þetta er fyrst og fremst góð gulrót fyrir leikmenn og klúbbinn að gera allt sem í okkar valdi stendur til að innbyrða þessi þrjú stig,“ sagði Arnar í lokin.
Athugasemdir