Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Versta forsíða sem ég hef séð
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ítalska blaðið Corriere dello Sport hefur fengið gríðarlega mikla gagnrýni eftir forsíðufyrirsögn sína í gær. Þar var talað um 'Svartan föstudag' og fjallað um Romelu Lukaku og Chris Smalling sem mætast í kvöld.

Smalling er á láni hjá Roma frá Manchester United og Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, tjáði sig um málið á fréttamannafundi í dag.

„Fyrst af öllu, þegar þú sérð blaðið þá segir þú: 'Wow, í alvöru. Er þetta mögulegt?" sagði Solskjær.

„Þetta er versta forsíða sem ég hef séð. Þetta hlýtur að vera það."

„Auðvitað höfum við verið í samabndi við Chris svo að hann viti að við styðjum við bakið á honum. Það sama á við um Romelu."


Sjá einnig:
Birtu forsíðufyrirsögnina 'Svartur föstudagur' með myndum af Lukaku og Smalling
Smalling: Forsíðan særandi - Ritstjórar verða að axla ábyrgð
Roma og Milan sniðganga Corriere dello Sport út árið
Lukaku: Heimskasta fyrirsögn sem ég hef séð
Athugasemdir
banner
banner
banner