Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Pálmars: Þá værum við mestu trúðar sem til væru
Aron í leik með FH á undirbúningstímabilinu.
Aron í leik með FH á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir leik FH og Vals í Bestu deildinni í ágúst var fjallað um það að FH hefði velt því fyrir sér að vera með landsliðfyrirliðann í handbolta, Aron Pálmarsson, á varamannabekknum í leiknum. Aron var markvörður í 2. og 3. flokki í fótbolta áður en hann setti alla einbeitingu á handboltaferilinn.

Sindri Kristinn Ólafsson glímdi við meiðsli og var óleikfær. Daði Freyr Arnarsson varði mark FH og Sindri var á bekknum þrátt fyrir meiðslin. Aron var gestur í áskriftarþætti Steve Dagskrá og ræddi um málið.

„Dabbi Vidd kom til mín uppi í Krika, Sindri var meiddur og þeir voru að skoða stöðuna. Til þess að fá undanþágu (fyrir lánsmarkverði) hefðu báðir markmennirnir þurft að meiðast. „Þú ert skráður í félagið og ég treysti þér á bekkinn, ertu klár?" Ég sagði já að sjálfsögðu. Svo talaði Heimir við mig líka, en handboltinn stoppaði það."

„Ég hefði verið á bekknum, var aldrei að fara koma inn á. Svo hugsuðum við líka, að ef ég hefði komið inn á, og ef ég hefði meiðst þá værum við mestu trúðar sem til væru,"
sagði Aron.

Þáttarstjórnandinn Andri Geir Gunnarsson sagði að ef Aron hefði komið inn á og varið víti þá hefði það orðið alheimsfrétt. „Ég reyndi að selja mönnum það að þetta hefði vakið þvílíkt umtal. Ég gat ekki tapað á því (að koma inn á) og ekkert hefði gerst."

„En bæði FH vegna, og ég er líka landsliðsfyrirliði í handbolta... hvað ef eitthvað slæmt hefði skeð og ég kæmist ekki á EM af því ég fór í úthlaup á móti Val?"


Bauð Björn Daníel í skiptum fyrir Aron
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, ræddi málið á dögunum í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið á mbl.is.

„„Núna þarf maður að tala var­lega en ég var kom­inn langt með þetta. Ég hef þekkt Aron Pálm­ars­son lengi, mikill snillingur, og ég ræddi þetta við hann. Hann peppaðist all­ur upp og var klár en hand­knatt­leiks­deild­in var hins veg­ar ekki klár í þetta. Þetta hefði verið geggjað því þegar að ég var að byrja að þjálfa hjá FH þá þjálfaði ég Aron í 2. flokkn­um og hann var geggjaður markvörður."

„Þetta var líka spurn­ing um það ef hann hefði meiðst, þá hefði ég ef­laust verið í djúp­um skít og rek­inn frá fé­lag­inu."


Sigursteinn Arndal, þjálfari handboltaliðsins, var ekki hrifinn af hugmyndinni. Þáttarstjórnandinn Bjarni Helgason spurði Heimi hvort það hefði verið rétt að hann hefði boðið Sigursteini að fá Björn Daníel Sverrisson, fyrirliða fótboltaliðsins, í hornið í staðinn fyrir að fá að hafa Aron á bekknum.

„Það er hár­rétt en Sig­ur­steinn tók ekki vel í það. Ég sá Bjössa aldrei í hand­bolta en menn vilja meina að hann hafi verið mjög efni­leg­ur hand­boltamaður," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner