PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   fös 06. desember 2024 13:34
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum kampakátur í Hlégarði þegar Fótbolti.net spjallaði við hann.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding heldur fréttamannafund, við þurfum að gera þetta almennilega. Ég er mjög ánægður með að fá þessa leikmenn, frábærir leikmenn og frábærir karakterar," segir Magnús Már.

„Við höfum verið orðaðir við marga leikmenn að undanförnu en ég get sagt að þetta eru einu fjóru leikmennirnir sem við höfum farið í samningaviðræður við. Við náðum að fá þá alla og gríðarlega ánægðir með það."

Með Aftureldingarhjarta
Maggi segir það öflugt að það sé komin svona skýr mynd á hópinn í byrjun desember.

„Þetta er nýtt fyrir okkur. Núna höfum við fjóra mánuði til að koma þessum nýju mönnum inn og undirbúa okkur. Það eru forréttindi að hafa hópinn allt að því kláran núna. Við erum komnir langt með að loka hópnum, þetta er gott í bili og það verður ekki miklu bætt við."

Andrésson bræður verða í stóru hlutverki í Mosfellsbænum.

„Þetta eru geggjaðir leikmenn og geggjaðir karakter. Þeir eru með Aftureldingarhjarta og hafa mætt á æfingar hjá okkur þegar þeir eru í fríum. Nú geta þeir loksins mætt á æfingar sem okkar leikmenn. Það er gaman, miklir karakterar og hjálpa okkur mikið."

Ætla ekki að reyna við Eyþór
Eyþór Wöhler er félagslaus eftir að samningi hans við KR var rift. Hann hefur verið orðaður við heimkomu í Mosfellsbæ en Maggi segir að hann sé ekki á leiðinni, allavega ekki eins og staðan er.

„Hann fór frá okkur til ÍA á sínum tíma og kom aftur til okkar á láni. Við höfum miklar mætur á Eyþóri, öflugur leikmaður sem við höfum áður reynt að fá. Staðan er núna þannig að við erum með tvo aðra öfluga framherja. Eins og staðan er núna erum við ekki að fara að fá hann."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar tjáir Maggi sig nánar um komandi tímabil, stemninguna í Mosfellsbæ og þá leikmenn sem hann hefur fengið til sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner