Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fös 06. desember 2024 13:34
Elvar Geir Magnússon
Hlégarði
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um dýrðir í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag þegar nýliðar Aftureldingar í Bestu deildinni kynntu fjóra leikmenn. Bræðir Axel Óskar og Jökull Andréssynir, Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson hafa skrifað undir hjá félaginu.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum kampakátur í Hlégarði þegar Fótbolti.net spjallaði við hann.

„Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding heldur fréttamannafund, við þurfum að gera þetta almennilega. Ég er mjög ánægður með að fá þessa leikmenn, frábærir leikmenn og frábærir karakterar," segir Magnús Már.

„Við höfum verið orðaðir við marga leikmenn að undanförnu en ég get sagt að þetta eru einu fjóru leikmennirnir sem við höfum farið í samningaviðræður við. Við náðum að fá þá alla og gríðarlega ánægðir með það."

Með Aftureldingarhjarta
Maggi segir það öflugt að það sé komin svona skýr mynd á hópinn í byrjun desember.

„Þetta er nýtt fyrir okkur. Núna höfum við fjóra mánuði til að koma þessum nýju mönnum inn og undirbúa okkur. Það eru forréttindi að hafa hópinn allt að því kláran núna. Við erum komnir langt með að loka hópnum, þetta er gott í bili og það verður ekki miklu bætt við."

Andrésson bræður verða í stóru hlutverki í Mosfellsbænum.

„Þetta eru geggjaðir leikmenn og geggjaðir karakter. Þeir eru með Aftureldingarhjarta og hafa mætt á æfingar hjá okkur þegar þeir eru í fríum. Nú geta þeir loksins mætt á æfingar sem okkar leikmenn. Það er gaman, miklir karakterar og hjálpa okkur mikið."

Ætla ekki að reyna við Eyþór
Eyþór Wöhler er félagslaus eftir að samningi hans við KR var rift. Hann hefur verið orðaður við heimkomu í Mosfellsbæ en Maggi segir að hann sé ekki á leiðinni, allavega ekki eins og staðan er.

„Hann fór frá okkur til ÍA á sínum tíma og kom aftur til okkar á láni. Við höfum miklar mætur á Eyþóri, öflugur leikmaður sem við höfum áður reynt að fá. Staðan er núna þannig að við erum með tvo aðra öfluga framherja. Eins og staðan er núna erum við ekki að fara að fá hann."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar tjáir Maggi sig nánar um komandi tímabil, stemninguna í Mosfellsbæ og þá leikmenn sem hann hefur fengið til sín.
Athugasemdir
banner
banner