Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 07. janúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Dýr starfslokasamningur Chelsea við Conte
Mynd: Getty Images
Chelsea greiddi samtals 26 milljónir punda í starfslokasamninga til Antonio Conte og þjálfaraliðs hans.

Þetta kemur fram í ársreikningi Chelsea.

Conte var rekinn frá Chelsea í júlí árið 2018 eftir tvö ár í starfi. Hann varð meistari með Chelsea árið 2017 en verra gekk síðara tímabilið.

Sumarið 2018 var furðulegt hjá Chelsea en Conte hóf undirbúningstímabilið þó að þá hafi legið í loftinu að hann yrði rekinn.

Conte átti ár eftir af samningi sínum við Chelsea þegar hann var rekinn og það kostaði sitt fyrir félagið að ganga frá starfslokum við hann.
Athugasemdir
banner
banner