Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 07. janúar 2020 21:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grikkland: PAOK í kjörstöðu í bikarnum eftir góðan útisigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
OFI Crete 0 - 3 PAOK

PAOK, með Sverri Inga Ingason innanborðs, heimsótti í kvöld OFI Crete í grísku bikarkeppninni. Leikur liðanna í kvöld var fyrri viðureign liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.

PAOK leiddi 0-2 í hállfeik og Chuba Akpom bætti við þriðja marki liðsins eftir rúman stundarfjórðung í seinni hálfleik.

0-3 útisigur í fyrri leik og staða PAOK því sterk fyrir seinni leik liðanna sem fram fer eftir rúma viku.

PAOK varð bikarmeistari í fyrra og lék Sverrir Ingi bikarleiki með félaginu á síðustu leiktíð en hefur á þessari leiktíð unnið sér inn sæti í byrjunarliðinu í deildarleikjum einnig. Sverrir var á sínum stað í byrjunarliðinu og lék 72 mínútur í leiknum. Sverrir fékk að líta gula spjaldið á 41. mínútu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner