Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 07. janúar 2022 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evra lætur leikmenn United heyra það - „Farið frá félaginu ef það er málið!"
Eftir leikinn gegn Wolves
Eftir leikinn gegn Wolves
Mynd: EPA
Í vikunni bárust fréttir þar sem sagt var frá því að margir leikmenn Manchester United væru ósáttir við stöðu mála hjá félaginu. Fréttirnar komu eftir slaka frammistöðu gegn Wolves á heimavelli í leik sem endaði með 0-1 tapi.

Í fréttinni kemur fram að bráðabirgðastjórinn Ralf Rangnick sé að glíma við mörg af sömu vandamálum og Ole Gunnar Solskjær. Fullyrt er að stór hluti leikmanna hafi orðið fyrir vonbrigðum með þjálfun Rangnick og gæðunum í aðstoðarmönnunum sem hann hefur ráðið. Þá séu þeir ekki ánægðir með leikkerfi Þjóðverjans.

Lestu fréttina í heild sinni:
Margir leikmenn Man Utd sagðir ósáttir - „Útlit fyrir stór og alvarleg vandamál"

Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United, tjáði sig um þessar fréttir í vikunni í færslu á Instagram.

„Tölum um leikmennina, ekki stjórann. Það er sumt sem stuðningsmönnum finnst pirrandi. Þú ert hjá United, vitiði hvað þið eruð heppnir að spila fyrir þetta félag? Sýnið það þá... sýnið okkur það, við biðjum ykkur um það! Við bíðum eftir því," segir Evra.

„Hættum að tala um það sem er að gerast hjá félaginu... við viljum að þið standið ykkur, um það snýst United. Ef þið eruð ekki ánægðir með að fólk gagnrýni þig eftir slæman leik, farið þá frá félaginu! Farið frá félaginu ef það er málið! Þegar ég tala um DNA-ið hjá United, þá er ég að tala um sigurhugarfar, að vinna titla, reyna að vinna deildina á hverju tímabili og að deyja fyrir félagið á vellinum!"

„Hlauptu bara, hlauptu! Fólk talar um að leikurinn snúist meira um taktík, en þú verður að sýna ástríðu, baráttuviljinn er það sem gerir United að United,"
sagði Evra.

Rangnick tjáði sig einnig um fréttir vikunnar og má sjá hans svör hér.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner