Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 07. janúar 2022 19:51
Victor Pálsson
Fullyrðir að Zidane taki við PSG í sumar
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane mun taka við sem stjóri Paris Saint-Germain í sumar en þetta segir blaðamaðurinn virti Daniel Riolo.

Riolo er með góða heimildarmenn í sínum röðum og var á meðal þeirra fyrstu til að segja frá félagaskiptum Lionel Messi til PSG í fyrra.

Hann er staðráðinn í því að Zidane verði ráðinn til starfa í sumar og tekur þar við af Mauricio Pochettino.

Zidane hefur gert góða hluti í þjálfun og vann Meistaradeildina til að mynda þrjú ár í röð hjá Real Madrid.

Zidane er án félags þessa stundina en hann er franskur og hefur enn ekki þjálfað í heimalandinu.

Samband Pochettino og stjórnar PSG ku vera komið á ansi slæman stað og er búist við að hann kveðji eftir leiktíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner